Stofnað 19. október 2017
Petanque Reykjavík er með æfingar á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl.18:00 og laugardögum kl. 10:00.Allir velkomnir að mæta og taka þátt í æfingu. Yfirleitt auka kúlur á staðnum.
Viljum vekja athygli á ýmsum fróðleik um Petanque undir "TENGLAR" og þá sérstaklega kennslumyndband Petanque.
Aðalfundur Petanque Reykjavík 2023
Aðalfundur Petanque Reykjavíkur verður haldinn 4. júní kl 10 við völlinn í Gufunesi. Fundarefni samkvæmt lögum félagsins. Veitingar í boði og mót að loknum fundi.
Stjórnin.
Sumarmót og aðalfundur var haldinn 15. júní 2021 á Petanquevellinum í Gufunesi.
Við það tækifæri voru teknar nokkrar myndir
Óvanalegt að hægt sé að æfa í febrúar, sjá myndir
Komiði sæl. Aðalfundur petanquefélagsins verður haldinn laugardaginn 6. júní kl 10 í Hlöðunni í Gufunesi. Venjuleg aðalfundarstörf. Sólveig gefur ekki lengur kost á sér í stjórn, því þarf einhver að koma nýr inn í stjórnina. Kaffi og léttar veitingar.
Eftir fund kl ca 11 verður haldin einstaklingskeppni í petanque þ.e.a.s Hvítasunnumót Það þarf að skrá sig hjá Sigurði s: 8949495 eða Herði s : 8924511 fyrir fimmtudaginn 4. júní Þátttökugjald er frítt fyrir skuldlausa félagsmenn en kr 1000 fyrir aðra.
Landsmót UMFÍ 50+ verður á Neskaupstað 28. - 30. júní 2019
Petanque Reykjavík verður með kynningu á Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fer á Neskaupstað. Kynningin verður kl. 10 - 14 föstudaginn 28. og laugardaginn 29. júní.
Vormót í Petanque 2019
Vormót í Petanque verður haldið sunnudaginn 12. maí kl. 11:00 á Petangvellinum í Gufunesi. Spilaðar verða 5 umferðir eftir Monrad kerfi. Þátttökugjald er frítt fyrir skuldlausa félagsmenn en kr 1000 fyrir aðra. Tilkynna þarf þáttöku á hre@centrum.is í síðasta lagi 7. maí.
Sjá "TENGLAR"