Íslenskar reglur byggðar á reglum FIPJP

sem tóku gildi í desember 2020

                                                                                                


Grein 1 – samsetning liða

Petanque er íþrótt sem spilast þannig

  • 3 leikmenn á móti 3 leikmönnum (þrímenningur)

Getur einnig verið:

  • 2 leikmenn á móti 2 leikmönnum (tvímenningur)
  • 1 leikmaður á móti 1 leikmanni (einmenningur)

 

Í þrímenningi hefur hver leikmaður 2 kúlur.

Í tvímenningi og einmenningi hefur hver leikmaður 3 kúlur.

 

Allar aðrar uppsetningar eru bannaðar.

 

Grein 2 – einkenni samþykktra kúlna

Petanque er spilað með kúlum sem eru samþykktar af F.I.P.J.P. og samræmast eftirfarandi einkennum:

  • Vera úr málmi
  • Hafa þvermál milli 7,05 cm (lágmark) og 8 cm (hámark)
  • Þyngd milli 650 gramma (lágmark) og 800 gramma (hámark)

 

Fyrir keppni ætlað sérstaklega leikmönnum 11 ára eða yngri á árinu, mega þau nota kúlur sem eru 600 grömm og eru 65 mm í þvermál að því tilskyldu að þær séu framleiddar undir  einu af samþykktu merkjunum.

Merki vörumerki framleiðanda og vikt verður að vera grafið í kúlurnar og verða alltaf að vera læsilegar.

 

Fullt nafn leikmanns (eða upphafsstafir) mega einnig vera grafnir á kúlurnar, sem og mismunadi merki, upphafsstafir, einkennismerki eða ámóta lýsing, í samræmi við útlistun tengt framleiðanda kúlanna.

 

  • Kúlurnar verða að vera holar og ekki vera fylltar með blýi, sandi né kvikasilfri. Sem almenn regla, má ekki hafa verið átt við kúlurnar á neinn hátt, eða hafa verið breytt eftir framleiðslu opinberlega samþykkts framleiðanda. Það er lega bannað að eiga við þær til að breyta hörkunni sem gefin er af framleiðanda.

 

Grein 2a-refsing fyrir ósamræmdar kúlur

Leikmaður sekur um brot á ákvæðum í grein 4 hér á undan er fyrirvaralaust útilokaður frá keppninni, ásamt félögum þeirra.

 

Ef kúla sem ekki hefur verið átt við,  er slitin, eða gölluð í framleiðslu – kemst ekki í gegnum formlega skoðun, eða samræmist ekki viðmiðum nefnd í greinum (1), (2) og (3) hér ofar, verður leikmaður að skifta henni út. Hann má einnig skipta um sett.

 

Kvartanir varðandi þessar þrjár greinar og gerðar af leikmönnum, eru aðeins heimilaðar áður en leikur leikur hefst. Það er í þágu leikmanna, til að tryggja að kúlur þeirra og andstæðinga þeirra séu í samræmi við ofanskráðar reglur.

 

Kvartanir bygggðar á grein (4) eru heimilar hvenær sem er í leiknum, en aðeins á milli umferða. Samt sem áður, frá þriðju umferð og áfram ef það kemur í ljós að kvörtun varðandi kúlur andstæðingsins voru ekki á rökum reistar munu þrír punktar verða bætt við skor hins síðarnefnda.

 

Dómari eða dómnefndin má hvenær sem er óska eftir að skoðun á kúlum eins eða fleiri leikmanna.


Grein 3, samaþykktur grís

Grísir eru gerðir úr viði, eða úr gerviefni með merki framleiðanda og hafi fengið samþykki FIPJP í samræmi við nákvæma lýsingu samkvæmt krafins staðals.

Þvermál verður að vera 30mm (frávik má vera plús eða mínus 1mm).

Viktin verður að vera milli 10 og 18 grömm.

Málaðir grísir eru heimilaðir, en aldrei mega þeir, eða grísir gerðir úr viði, vera þannig að hægt sé að taka þá upp með segulstáli.

Grein 4, leyfi

Til að vera skráður í keppni verður hver leikmaður að leggja fram sitt leyfi, eða í samræmi við reglur í þeirra samband, skjal sem sannar hver hann/hún er og að viðkomandi sé meðlimur í sambandinu.

 

LEIKUR

Grein 5, Leiksvæði og svæðis reglur

Petanque er spilað á hvaða yfirborði sem er. Samt sem áður, með ákvörðurn skipulagsnefndar eða dómara, liðin eru mögulega beðin um að spila á merktu og ákveðnu svæði. Í þeim tilfellum verða brautir fyrir landskeppnir og alþjóðakeppnir, samkvæmt eftirfarandi málum: 15 metra langt x 4 metra breitt.

Í öðrum keppnum má sambandið heimila frávik hlutfallslega í samræmi við þessar lágmarks ummál, háð því að þau séu ekki minni en12 metrar x 3 metrar.

 

Leiksvæði samanstendur af ótilteknum fjölda af brauta aðskildar af böndum, sverleiki  má ekki hamla gangi leiksins. Þessar línur sem merkja aðskildar brautir eru ekki dauðalína fyrir bolta nema fyrir merkinguna í enda brautarinnar og enda svæðisins.

Þegar brautirnar eru staðsettar enda í enda, er enda línan sem tengir brautirnar dauða lína fyrir kúluna.

Þegar leiksvæðið er umlukið með hindrun, verða þær að vera að lágmarki 1 metra frá ystu línu leiksvæðisins.

Leikið er til 13 stiga, með möguleika á deildum og undanrásum þar sem spilað er til 11 stiga.

Sumar keppnir er hægt að skipuleggja með takmörkuðum tíma. Þær keppnir verða alltaf að vera spilaðar á merktum brautum og allar línur eru dauða línur fyrir kúlurnar.

 

 

Grein 6, byrjun á leik og reglur varðandi hringinn

Leikmenn verða að draga (með hlutkesti) til að ákveða hvaða lið á að velja braut, ef skipuleggjendur hafa ekki ákveðið brautina og hvort liðið á að kasta grísnum.

 

Ef brautin hefur verið ákveðin af skipuleggjendum, verður að kasta grísnum á þeirri braut. Viðkomandi lið mega ekki fara á aðra braut án heimildar dómara.

 

Leikmaður liðsins sem vinnur dráttin ákveður byrjunarreit og staðsetur hringinn eða teiknar hann í stærð sem fætur allra leikmanna rúmast innan. Samt sem áður má þvermál hringsins ekki vera minni en35 cm og ekki stærri en 50 cm.

 

Þar sem tilbúin hringur er notaður verður hann að vera stífur og hafa þvermál 50 cm (frávik plús/mínus 2 mm).

 

Samanbrjótanlegir hringir eru heimilaðir að því tilskildu að þeir séu samþykktir af FIPJP, sérstaklega hvað varðar stífleika. 

 

Leikmenn eiga að nota hringi sem skipuleggjendur útvega.

 

Þeir verða líka að samþykkja stífan hring samkvæmt reglu eða FIPJP samþyktan hring sem hægt er að leggja sama sem eru lagðir til af andstæðingunum. Ef bæði lið eru með einn af þessum hringjum, mun það lið sem vann dráttin leggja fram sinn hring.

 

Hringinn verður að teikna eða leggja að minnsta kost einn metra frá einhverri hindrun og allavega 1,5 meter frá öðrum hring eða grís sem er í notkun. 

 

Fjarlægja má alla möl/grjót innan úr hringnum á meðan kastað er en verður að setja aftur þegar umferðinni er lokið.

 

Fætur leikmanns verður að vera algjörlega innan hringsins og má ekki stíga á hringinn og fæturnir mega ekki fara útfyrir eða lyftast algjörlega af vellinum fyrr en kastaða kúlan hefur snert jörðina. Enginn hluti líkamans má koma við við völlinn utan hringsins. Leikmaður sem virðir ekki þessa reglu mun fá refsingu samkvæmt grein 35.

 

Undanþegnir eru, þeir sem eru fatlaðir í fótum, þeim er heimilt að hafa aðeins einn fót innan hringsins, hinn fóturinn má ekki vera fyrir framan hringinn.

Leikmenn sem kasta frá hjólastól, eitt hjól verður í það minnsta að vera innan hringsins (á sömu hlið og handleggurinn sem kastað er með). 

Ef leikmaður tekur upp hringinn þegar kúlum er ókastað, hringurinn er settur á sinn stað en aðeins andstæðingunum er heimilt að kasta sínum kúlum.

 

Hringurinn er ekki talinn vera utan leyfilegra marka svæði.

 

Alltaf verður að merkja kasthringinn áður en grísnum er kastað. 

 

Liðið sem á að kasta grísnum verða að fjarlægja kasthringi nálægt þeim sem verður notaður.

 

Liðið sem vinnur hlutkestið, eða síðustu umferð má aðeins henda grísnum einu sinni.  Ef grísinn er ekki löglegur er hann afhentur andstæðingunum sem verður að leggja hann á völlin á löglegan stað.  Ef grísinn er ekki settur á löglegan stað af seinna liðinu, leikmaðurinn sem setti hann mun fá hegningu samkvæmt grein 35,  ef um endurtekin brot er að ræða, mun allt liðið fá nýja hegningu, til viðbótar við einhver áður gefna hegningu.

 

Þótt einn meðlimur liðsins hendi grísnum þarf viðkomandi ekki að vera fyrstur til að spila.

 

Leikmenn verða að merkja staðsetningu gríssins upphaflega og eftir hvert skipti sem hann er færður. Ekki er hægt að kvarta yfir ómerktum grís og dómari mun aðeins dæma um staðstetningu gríssins á svæðinu.

 

Grein 7, gild staðsetning kastaðs gríss

Þegar grís sem hefur verið kastað, gilda eftirfarandi reglur:

  • Fjarlægð milli innri brúnar hrings og gríss verður að vera

-6 metrar lágmark og 10 metrar hámark, fyrir unglinga og fullorðna

-Í keppni ætluð fyrir yngri leikmenn má fjarlægðin vera minni

 

  • Að kasthringurinn verði að vera 1 meter frá einhverri hindrun og 1,5 metra frá öðrum hring eða grís í notkun.

 

  • Að grísinn verði að vera lágmark 50 cm frá einhverri hindrun og frá endalínu brautarinnar. Hann verður líka að vera lágmark 1,5 metra frá öðrum hring eða grís í notkun. (athugið: enginn lágmarks fjarlægð þarf að vera frá hliðarlínu sem aðskilur brautirnar eða dauða kúlu línu í hliðum brautanna)

 

  • Að grísinn verður að vera sýnilegur leikmönnum sem standa klofvega eins og hægt er innan hringsins, líkaminn algjörlega uppréttur. Í tilfelli mótmæla um þetta, dómarinn ákveður, án afrýjunar, hvort grísinn er sýnilegur.

 

Í næstu umferð er grísnum hent frá hring settur eða strikaður kringum punktinn þar sem hann endaði í síðustu umferð, nema í eftirfarandi tilfellum:

  • Hringurinn myndi vera í minni fjarlægð en 1 meter frá hindrun, 1,5 metra frá öðrum hring eða grís í notkun.
  • Ekki var mögulegt að kasta grísnum eins langt og reglurnar mæla um.

Varðandi fyrra málið, leikmaðurinn leggur eða teiknar hringinn í fjarlægð við hindrunina sem um ræðir samkvæmt reglunum.

Í seinna tilfellinu, má leikmaður fara aftur, í línu við þar sem fyrri umferð endaði, án þess að fara framúr hámarks fjarlægð heimmilaðan til að henda grísnum. Þetta má aðeins gera ef ekki er hægt að henda grísnum í hámarks fjarlægð í neina aðra átt.

Ef grísnum hefur ekki verið hent í samræmi við ofanskráðar reglur, mun andstæðingurinn setja grísinn á gildan stað á vellinum.  Þau mega líka færa hringinn aftar, í samræmi við skilyrði sem eru útskýrð í þessum reglum, ef fyrsta staða hringsins leyfði ekki að grísnum væri hent í hámarks lengd.

Hvernig sem fer, liðið sem átti að henda út grísnum en missti réttinn verður að henda fyrstu kúlunni.

Liðið sem vann réttinn til að kasta grísnum hefur að hámarki eina mínútu til þess. Liðið sem vann réttinn til að leggja grísinn eftir að hinu liðinu mistókst að henda honum verður að gera það án tafar.


Grein 8, til að kastaður grís sé gildur

Ef grís sem er hent er stoppaður af dómara, andstæðingi, áhorfanda, dýri eða einhverjum hreyfanlegum hlut, er hann ekki gildur og verður að henda honum aftur.

Ef grísinn er stoppaður af meðlimi liðsinns mun andstæðingurinn leggja grísinn í gilda stöðu.

Ef eftir að hafa hent grísnum, er fyrsta kúla leikinn, andstæðingurinn hefur enn rétt til að mótmæla staðsetningu gríssins nema ef meðlimur í hans liði hefur komið grísnum fyrir.

Áður er grísinn er gefinn til andstæðingsins til að leggja hann, verða bæði liðin að vera sammála um að kastið hafi ekki verið gilt. Eða dómari hefur ákveðið það.

Ef andstæðingarnir hafa einnig kastað kúlu, er grísinn örugglega dæmdur gildur og engin getur mótmælt.


Grein 9, Dauður grís í umferð

Grís er dauður í eftirtöldum sjö tilvikum:

  1. þegar grísinn færist úr stað og berst inná svæði utan markalínu, jafvel þó hann berist aftur inn á gilt svæði.
    Grís sem liggur þvert yfir markalínu gilds svæðis er gildur. Hann telst einungis dauður hafi hann alfarið farið út fyrir mörk lögmæts svæðis eða dauðalínu boltans, þ.e. þegar hann er fullkomlega handan marka ofan frá séð.
    Grís fljótandi í polli telst vera utan marka.

 

  1. þegar tilfærður grís, enn á gildu svæði, er ekki sjáanlegur frá hringnum eins og kveðið er á um í 7. grein.
    Þó er grís sem kúla hylur, ekki dauður.
    Dómarinn hefur umboð til að fjarlægja kúlu um stundarsakir til að sýna hvort grísinn er sjáanlegur

 

  1. þegar grísinn hefur færst lengra til en 20 metra (fyrir ungmenni og eldra fólk) eða 15 metra (fyrir yngri leikmenn) eða undir þremur metrum frá kasthring.

 

  1. þegar verið er á merktu leiksvæði og grís þverar strax fleiri en eina braut og út í hlið brautar í notkun, og þegar hann fer yfir endamörk brautarinnar.

 

  1. þegar grís sem færst hefur úr stað finnst ekki takmarkast leitartími við fimm mínútur.

 

  1. þegar svæði utan markalínu er milli gríssins og kasthringsins.

 

  1. þegar grísinn berst útaf skilgreindu leiksvæði þegar leikir eru spilaðir á tíma.

 

Grein 10, Tilfærsla fyrirstöðu (tálma)

Leikmönnum er stranglega bannað að þrýsta niður, færa til eða mylja hvaða fyrirstöðu sem er á leiksvæðinu. Þó hefur leikmaður sem á að kasta grísnum heimild til að prófa lendingarstaðinn með því að slá létt (banka) með einni kúlu í jörðina, þó ekki oftar en þrisvar. Ennfremur má liðsmaður sem á leik eða liðsfélagi hans fylla upp í holu sem myndast hefur eftir eina kúlu sem kastað hefur verið áður.

 

Sé ekki farið eftir þessari reglu, sérstaklega ef um er að ræða sópun framan við kúlu sem á að skjóta, sæta leikmenn refsingu eins og lýst er í 35. grein.

 

Grein 11, Grís eða kúluskipti

Í leik er leikmönnum óheimilt að skipta um grís eða kúlu nema í eftirtöldum tilvikum:

 

  1. Hvor sem annar finnst ekki, leitartími takmarkaður við 5 mínútur.

 

  1. Hvor sem annar brotnar (bilar): í því tilviki er stærsti parturinn tekinn til Standi eftir kúlur sem ekki hefur verið kastað, er þeim strax skipt út, eftir mælingu þyki nauðsyn bera til. Kúla eða grís með sama eða svipað þvermál. Í næstu umferð getur leikmaður sem í hlut á notað heilt nýtt kúlusett.

 

GRÍS

Grein 12, Grís hulinn eða færist úr stað

Hylji laufblað eða pappír markboltann fyrir slysni í umferð er það fjarlægt.

Færist grísinn til vegna vinds eða til dæmis halla í landslagi, eða dómari, leikmaður eða áhorfandi stígur ofan á hann af slysni, vegna kúlu eða gríss úr öðrum leik, dýrs eða hvers annars hreyfanlegs hlutar, er honum skilað á upphafsstað, að því tilskyldu að sá hafi verið merktur.

 

Færi kúla í þessum leik grís úr stað er það gilt.

 

Grein 13, Grís berst yfir í annan leik

Berist grís í umferð yfir á annað leiksvæði, afmarkað eða ekki, er grísinn gildur samkvæmt ákvæðum sem lýst er í 9. grein.

 

Leikmenn sem leika með viðkomandi grís hinkra, ef pláss leyfir, eftir að leikmenn hins leiksins ljúki sinni umferð, áður en þeir ljúka sinni eigin.

 

Leikmenn sem ákvæði þessarar reglu nær til þurfa að sýna þolinmæði og háttvísi.

Í næstu umferð halda liðin áfram leik á því svæði sem þeim var úthlutað og grísnum er kastað aftur frá þeim stað sem hann var á þegar hann fluttist til, samkvæmt ákvæðum í 7. grein.

 

Grein 14, Reglur varðandi dauðan grís

Ef grísinn er dauður í umferð getur eitt eftirfarandi þriggja atriða átt við:

  1. Eigi bæði lið eftir að leika kúlum er umferðin ógild og liðið sem skoraði stigin í umferðinni á undan eða vann hlutkestið kastar grísnum.

 

  1. Eigi einungis annað liðið eftir að leika kúlum, fær það stig fyrir hverja kúlu sem eftir stendur.

 

  1. Eigi hvorugt liðið eftir kúlur er umferðin ógild og liðið sem skoraði stigin í umferðinni á undan eða vann hlutkestið kastar grísnum.

 

Grein 15, Staðsetning gríssins eftir að hann stöðvast

  1. Stöðvist hæfður grísi eða breytir um stefnu vegna áhorfanda eða úrskurðaraðila heldur hann stöðu á þeim lendingarstað.

 

  1. Stöðvist hæfður grís eða breytir um stefnu á gildu kastsvæði vegna leikmanns hafa andstæðingarnir val um að:

 

  1. Láta grísinn vera á nýja staðnum;

 

  1. færa hann á upphafsstað;

 

  1. koma honum fyrir einhvers staðar svo sýnilegur sé í línu frá upphafsstað að endastað, að hámarki 20 metrum frá hringnum (15 metra fyrir yngri leikmenn) og að lendingarstað.

 

Liðum b. og c. verður einungis beitt hafi staða gríssins verið merkt áður. Sé ekki svo verður grísinn áfram þar sem hann stöðvaðist.

 

Hafi hæfður grís borist út fyrir mörk áður en hann skilar sér að lokum inn á leiksvæðið telst hann dauður og ákvæði 14. greinar eiga þá við.

 

KÚLUR

Grein 16, Að kasta fyrstu kúlu og þeim sem á eftir koma

Leikmaður, í liðinu sem vann hlutkestið eða skoraði stig síðast, kastar fyrstu kúlu í umferð. Í framhaldinu leikur liðið sem ekki fékk stig.

 

Leikmanni er óheimilt að nota nokkurn hlut eða merkja í jörð, til leiðbeiningar við að kasta kúlu eða merkja lendingarstað. Þegar síðastu kúlu er kastað er óheimilt að halda á kúlu í hinni hendinni.

 

Kúlum er kastað einni í senn.

 

Kast verður ekki endurtekið. Samt sem áður verður að endurtaka kast hafi kúlan verið stöðvuð eða hún, fyrir slysni, breytir um stefnu á leiðinni milli hringsins og gríssins, fyrir tilstilli kúlu eða gríss úr öðrum leik, dýrs eða hvers konar hluta á hreyfingu (fótbolta o.sfrv) og nánar er kveðið á um í þriðju málsgrein 8. greinar.

 

Áður en leikmaður kastar kúlu sinni verður hann að hreinsa hana af aur eða hvers konar jarðvegsleifum, að viðlagðri refsingu eins og kveðið er á um í 35. grein.

 

Fari fyrsta kúla sem leikið er út fyrir mörk, á andstæðingurinn leik fyrst, síðan er leikið til skiptis svo lengi sem engar kúlur eru á leiksvæðinu.

 

Séu engar kúlu eftir á afmarkaða svæðinu eftir,  eiga ákvæði í 29. grein við, varðandi kúlur jafnlangt frá grísnum.

 

Grein 17, Framkoma leikmanna og áhorfenda á meðan leik stendur.

Tímann sem reglur segja til um að leikmaður hafi til að kasta kúlu, verða áhorfendur og leikmenn að virða með algjörri þögn.

 

Andstæðingar mega hvorki ganga um, gefa bendingar né gera nokkuð sem gæti truflað þann sem á leik. Einungis samherjar mega  vera á milli kasthrings og gríss.

 

Andstæðingar verða að halda sig handan við grísinn eða að baki leikmannsins og í báðum tilvikum til hliðar, með tilliti til stefnu leiksins, í að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð hver frá öðrum.

 

Leikmenn sem virða ekki þessar reglur gætu sætt útilokunar frá keppni, eftir viðvörun frá umsjónaraðila, haldi þeir uppteknum hætti.

 

Grein 18, Kúlukast og kúlur sem fara útfyrir svæðið

Alls enginn má kasta kúlum sínum í tilraunaskyni á meðan á leik stendur, jafnvel ekki í átt frá brautinni sem spilað er á. Leikmenn sem virða ekki þessa reglu gætu sætt refsingum eins og kveðið er á um í 35. grein.

 

Kúlur sem berast útfyrir afmarkað svæði í umferð teljast gildar nema þar sem kveðið er á um annað í 19. grein.

 

Grein 19, Dauðar kúlur

Kúla dæmist dauð um leið og hún lendir á svæði utan marka. Kúla sem liggur þvert á markalínu gilds svæðis er löggild. Hún telst einungis dauð hafi hún alfarið farið út fyrir markalínu gilds svæðis, það er, þegar línan sést þegar litið er beint niður.  Sama á við þegar leikið er á merktu leiksvæði og kúla þverar strax fleiri en eina braut til hliðar við brautina sem leikið er á og þegar hún fer yfir endamörk brautarinnar.  Á merktri braut á tímatakmörkuðum leikjum, telst kúla dauð þegar hún fer alfarið yfir markalínu.

 

Berist kúla aftur inn á leiksvæðið, annað hvort vegna halla í landslagi eða hafi hrokkið frá tálma á hreyfingu eða kyrrstæðum, er hún strax fjarlægð úr leiknum og allt, sem hefur færst til eftir ferðina inná og útaf utan marka svæðisins, fært í fyrra horf, að því tilskyldu að þeir hlutir hafi verið merktir. Dauða kúlu skal undireins fjarlægja úr leiknum. Við fanrækslu telst hún gild um leið og mótherjar kasta annarri kúlu.

 

Grein 20, stoppaðar kúlur

Hver kúla spiluð, sem er stoppuð eða breytt stefnu af áhorfanda eða af dómaranum, mun verða óbreytt þar sem hún stoppar.

 

Hver kúla sem er stoppuð eða breytt stefnu óvart af leikmanni liðsins sem á kúluna, er dauð.

 

Hver kúla sem er stoppuð eða breytt stefnu óvart af andstæðingi má eftir óskum leikmannsins, vera leikið aftur eða látin vera þar sem hún stoppaði.

 

Þegar kúla skotið, eða hæfð er stoppuð eða breytt stefnu óvart af leikmanni, má andstæðingurinn:

 

  • Láta hana vera þar sem hún stoppaði;
  • Setja hana í línu við þar sem upphafleg staðsetning var að staðnum sem hún stoppaði, en aðeins á leik svæði aðeins að því tilskyldu að staðsetningin hafi verið merkt.

 

Leikmaður sem af ásetningi stoppar kúlu sem er á hreyfingu er strax rekinn af velli, einnig lið hans eða hennar, varðar það leikinn sem er í gangi.

 

Grein 21, heimilaður leiktími

Þegar grís hefur verið kastað, hefur hver leikmaður að hámarki eina mínútu til að kasta hans eða hennar kúlu.

Þessi stutti tími hefst frá þeirri stund þegar kúla eða grís stoppar eða, ef það er nauðsynlegt að mæla punkt, frá þeirri stund sem hið síðarnefnda hefur verið framkvæmt.

 

Sama á við þegar grís er kastað út.

 

Þeir leikmenn sem virða ekki þessa reglu, taka á sig refsingu útskýrðar í grein 35 agareglur.


Grein 22, færð kúla

Ef kyrrstæð kúla er færð af vindi eða halla á vellinum, til dæmis, er hún færð tilbaka á sinn stað að því tilskyldu að kúlan hafi verið merkt. Sama á við um allar kúlur sem óvart eru færðar af leikmanni, dómara, áhorfanda, dýri eða einhverjum færanlegum hlut.

 

Til að koma í veg fyrir ágreining, verða leikmenn að merkja kúlurnar. Engin krafa er samþykkt fyrir ómerkta kúlu og dómari mun dæma aðeins ef staðsetning kúlunnar er á svæðinu.

Óháð þessu, ef kúla er hreyfð með annari kúlu í leiknum er það gilt.

 

Grein 23, leikmaður kastar kúlu sem hann á ekki

Leikmaður sem hefur kastað kúlu sem hann á ekki fær aðvörun. Spilaða kúlan er samt sem áður gild en verður strax að skifta, mögulega eftir að mæling hefur átt sér stað. 

 

Ef þetta kemur fyrir aftur í sama leik eru kúlur þess leikmanns ógildar og hvað sem þær færðu til er sett á sinn stað aftur. Hafi staðsetning þeirra verið merkt.

 

Grein 24, kúlum kastað andstætt við reglur

Nema í málum sem þessar reglur gefa sérstakar og aukna refsingu eins og skýrt er í grein 35, hver kúla sem kastað er andstætt reglum er dauð og ef allt sem hún hefur fært úr stað á ferð sinni var merkt, á að setja það aftur á réttan stað.

 

Samt sem áður, andstæðingurinn á rétt á að nýta hagnaðarreglu og lýsa yfir að kastið sé gilt og allt sem það hefur hreyft úr stað verði á sínum stað.

 

Grein 25, kúla fjarlægð tímabundið

Til að mæla punkt, heimilt er eftir að staða þeirra er merkt, að fjarlægja tímabundið kúlurnar og hindrun sem eru á milli kúlu og gríssins á meðan mælt er.

 

Eftir nælingu eru kúlurnar og hrindranir sem voru fjarlægðar lagðar á sinn stað. Ef ekki er hægt að fjarlægja hindranir skal nota áhald til að mæla þvermál.

 

Grein 26, mæla punkta

Mæling punkta er á ábyrgð þess leikmanns sem spilaði síðast eða eins af hans eða hennar liðsfélaga. Andstæðingarnir hafa alltaf rétt til að mæla eftir einn af þessum leikmönnum.

 

Mælingu verður að gera með viðeigandi áhöldum sem hvert lið verður að hafa.

 

Augljóslega er bannað að framkvæma mælingu með fótunum. Leikmenn sem ekki virða þessa reglu mun kalla yfir sig hegningu samkvæmt reglu 35.

 

Hver sem staða kúlnanna sem mæla á er og á hvaða stigi lokin megi vera má ráðfæra sig við dómarann og hans ákvörðun er endanleg. Þegar dómarinn er að mæla verða leikmenn að vera í minnst tveggja metra fjarlægð.

 

Það er ákvörðun skipulagsnefndar, sérstaklega þegar um sjónvarpsleiki er að ræða, má ákveða að aðeins dómara sé heimilt að mæla.

 

Grein 27, fjarlægðar kúlur

Óheimilt er að leikmenn taki upp spilaðar kúlur áður en umferð er lokið.

 

Þegar umferð er lokið, allar kúlur sem fjarlægðar eru áður en samþykki um punkta er náð eru dauðar. Enga kröfu er hægt að gera í þessu sambandi.

 

Ef leikmaður tekur upp kúlur sínar áður en félagar hans hafa kastað sínum kúlum mega þeir ekki spila þeim.

 

Grein 28, færsla á kúlunum eða grísnum

Liðið, það sem færir grísinn eða eina af kúlum andstæðinganna þegar mælt er tapar stiginu.

 

Ef þegar mælt er, dómarinn ýtir við eða færir grísinn eða kúlurnar mun dómarinn taka ákvörðun á sanngjarnan hátt.

 

Grein 29, kúlur jafnlangt frá grísnum

Þegar tvær kúlur næst grísnum eru frá andstæðum liðum og eru jafnlangt frá honum getur þrennt átt við:

 

  • Ef hvorugt liðið á eftir kúlur fær enginn stig og grísinn fer til liðsins sem skoraði stig í síðustu umferð eða vann hlutkestið.

 

  • Ef aðeins annað liðið á eftir kúlur, spilar það þeim og fær eins mörg stig og kúlur þeirra eru sem eru nær grísnum en næsta kúla andstæðingsins.

 

  • Ef bæði lið eiga eftir kúlur, skal liðið sem kastaði síðast kasta aftur, síðan andstæðingurinn og síðan til skiptis þar til annað þeirra fær stig. Þegar aðeins annað liðið á eftir kúlur gildir sama og í greininni á undan.

Ef, eftir að öllum kúlum er kastað, engin kúla er innan vallarins er ekkert stig úr umferðinni.

 

Grein 30, Framandi hlutir viðloðandi kúluna eða grísinn

Hvern framandi hlut viðloðandi kúluna eða grísinn skal fjarlægja áður en mælt er.

 

Grein 31, kvartanir

Til umhugsunar, allar kvartanir verður að gera við dómarann.  Þegar leik er lokið er ekki hægt að bera fram kvörtun

 

 

Agareglur

 

Grein 32, refsingar fyrir fjarverandi lið eða leikmenn

Þegar dregið og niðurstaða er tilkynnt, verða leikmennirnir að vera viðstaddir við dómaraborðið. Korteri eftir tilkynninguna um niðurstöðurnar mun liðið sem er fjarverandi frá svæðinu verða hegnt með einu stigi sem andstæðingur þeirra fær. Þessi tímamörk eru minnkuð niður í 5 mínútur þegar spilað er á tíma.

 

Eftir þessi tímamörk bætist eitt stig við fyrir hverjar fimm mínútur tafarinnar.

 

Sama hegninng á við í gegnum keppnina, eftir hvern drátt

 

Ef leikur byrjar aftur eftir hlé hver svo sem ástæðan er, refsingin er ein punktur fyrir hverjar 5 mínútur sem liðið er fjarverandi.

 

Liðið sem ekki mætir á völlinn innan 30 mínútna eftir byrjun eða byrjun eftir hlé er útilokað frá keppninni.

 

Lið sem vantar leikmenn á rétt á að hefja leik án þess að bíða eftir liðsmanninum, samt sem áður, leikmenn mega ekki nota kúlur þess leikmanns.

Enginn leikmaður má vera fjarverandi eða yfirgefa völlinn án heimildar frá dómaranum. Hvað sem veldur þessari fjarveru mun ekki hafa áhrif á framvindu leiksins, eða kvöð félaganna til að spila kúlunum sínum á skilgreindu mínútunni. Ef leikmaður er ekki kominn innan tímans sem þeir eiga að spila kúlunum, eru þær felldar niður ein kúla fyrir hverja mínútu.

 

Ef leyfi hefur ekki verið gefið gildir refsing eins og lýst er í grein 35.

 

Ef um slys eða veikindi opinberlega samþykkt af lækni má leikmaðurinn vera fjarverandi í hámark 15 mínútur. Ef þessi möguleiki er notaður og kemur síðar í ljós að er sviksamlegt er leikmaður og lið hans fyrirvaralaust útilokað frá keppninni.

 

 

Grein 33, leikmenn mæta of seint

Ef, eftir að umferð er hafin, leikmaðurinn sem vantaði mætir, hann eða hún taka ekki þátt í þeirri umferð. Hann eða hún er samþykkt frá og með næstu umferð.

 

Ef leikmaður mætir meira en 30 mínútum eftir að leikur hefst, hann eða hún missir réttinn til að taka þátt í þeim leik.

 

Ef lið hans eða hennar vinna þennan leik, má hann eða hún taka þátt í eftirfylgjandi leikjum svo framarlega að þau hafi verið skrá í liðið upphaflega.

 

Ef keppnin er spiluð í deildum, má hann eða hún taka þátt í öðrum leik hvernig sem úrslitin voru í fyrsta leik.

 

Umferð er hafin um leið og grísnum hefur verið kastað hvort sem hann er gildur eða ekki. Næstu umferðir eru álitnar byrjaðar um leið og síðustu kúlu úr fyrir umferð er stoppuð.

 

Grein 34, skipta út leikmanni

Skipta út leikmanni í tvímenningi, eða einum eða tveimur í þrímenningi er aðeins heimilt ef það er gert áður en formleg tilkynning um að keppni sé hafin (skot, flautað, tilkynning, o.sfrv.) að því tilskyldu að varamennirnir hafi ekki verið skráðir áður í keppnina sem liðsmenn í öðru liði.

 

Grein 35, Refsingar

Þegar ekki er farið eftir reglum leiksins fá leikmenn eftirfarandi refsingar:

 

  1. Aðvörun: sem er gefin af dómara með gulu spjaldi til leikmannsins sem braut af sér.

 

Samt sem áður, gult spjald fyrir að fara fram úr tímatakmörkum er lagt á alla leikmenn liðsins sem braut af sér. Ef einn af þessum leikmönnum hefur áður fengið gult spjald er þeim refsað með því að dæma úr leik kúluna sem var spilað eða á að spila.

 

  1. Fella úr gildi kúlu sem hefur verið spilað eða á að spila, sem er opinberlega gert af dómara með því að sýna leikmanni sem braut appelsínugult spjald.

 

  1. Útilokun á leikmanni sem er ábyrgur fyrir leiknum sem er opinberlega sýnt með rauðu spjaldi til leikmanns sem braut.

 

  1. Útilokun á liðinu sem er brotlegt.

 

  1. Útilokun beggja liða ef bæði eru sek.

 

Aðvörunin er staðfesting og er aðeins gefin eftir brot á reglunum. Gefa leikmönnum upplýsingar eða óska eftir að þeir virði reglurnar í upphafi móts eða leiks á ekki að skoða sem aðvöun.

 

 

 

Grein 36, vont veður

Ef veður er vont, svo sem mikil rigning verður að klára umferð sem er byrjuð, nema ef annað er ákveðið af dómara, sem er sá eini sem má, eftir samráð við dómnefnd eða skipulagsnefnd að ákveða frestun eða að aflýsa keppninni í tilfelli af „force majure“

 

Grein 37, nýtt stig leiks

Ef, eftir tilkynninguna um nýtt stig keppninnar (2. leikur, 3. leikur o.s.frv.) ákveðnum leikjum af fyrra stigi  er ekki lokið má dómarinn, þar sem rennsli keppninnar sé ekki öruggt, biðja dómnefndina eða skipuleggjendur keppninnar um að stoppa allar leiki sem eru í gangi eða jafnvel keppnina.

 

Grein 38, óíþróttaleg framkoma

Liðin sem deila í leik, sem sýna óíþróttalega framkomu og virðingu gagnvart áhorfendum, dómurum eða skipulagsnefnd munu verða útilokkuð frá kepnninni.  Þessi útilokun getur kallað á að úrslitin verði ekki samþykkt, sem og beiðni um hegningu samkvæmt gein 39.

 

Grein 39, slæm hegðun

Leikmaður sem er sekur um ósæmilega hegðun, eða verra, læti gagnvart starfsmanni, dómara, öðrum leikmanni eða áhorfanda eiga ein eða fleiri af eftirfarandi refsingum við, fer eftir alvarleika hegðunar.

 

  1. Útilokun frá keppninni.

 

  1. Leyfið eða opinbera skjalið afturkallað

 

  1. Gera upptæk eða skila kostnaði eða vinningum

 

Refsingin sem lögð er á sekan leikmann  getur einnig verið lögð á þeirra félaga.

 

Refsing 1 er lögð á af dómara.

 

Refsing 2 er lögð á af dómnefnd eða skipuleggjendum keppninnar.

 

Refsing 3 er lögð á af skipuleggjendum keppninnar sem, innan 48 stunda sendir skýrslu með útgjöldum og vinningum haldið af stjórnfélagsins  sem munu taka ákvörðun.

 

Alltaf mun formaður stjórnar viðkomandi samtaka  taka lokaáakvörðun

Réttur klæðnaður er áskilin af leikmönnum, algjörlega bannað að spila án bols og af öryggis ástæðum, verða leikmenn að vera í lokuðum skóm sem vernda hæla og tær.

 

Það er ekki leyfilegt að reykja á meðan spilað er, einnig rafrettur. Það er einnig bannað að nota síma á meðan spilað er.

 

Hver leikmaður se fer ekki eftir þessum reglum mun verða útilokaður frá keppninni ef þeir þráast við eftir aðvörun frá dómara.

 

 

 

Grein 40, Skyldur dómara

Dómarar tilnefndir til að hafa stjórn á keppnunum eiga að líta eftir að farið sé nákvæmlega að reglum leiksins og reglum stjórnar sem fullkomna þær.

 

Í samræmi við alvarleika brotsins, hafa þeir heimild til að útiloka frá leik eða eða reka úr keppninni, hvern leikmann eða lið sem neita að fara eftir niðurstöðum þeirra.

 

Áhorfendur með gild eða afturkölluð leyfi, sem með hegðun sinni eru valdir að atvikum á vellinum sem leikið er á, munu verða tilgreindir í skýrslu dómara til landsstjórnarinnar. Hinir síðarnefndu munu stefna sökudólgunum fyrir hæfa aganefnd sem mun ákveða hvert straffið verður.

 

41, samkomulag og ákvarðanir dómsins

Hvert mál sem ekki er hægt að vísa í reglur er sent til dómara sem getur sent það til dómnefnar keppninnar. Þessi dómnefnd samanstendur af í minnsta lagi þremur persónum og í mesta lagi fimm persónum. Ákvörðunin sem tekin er af dómnefndinni með tilvísun í þessa grein er ekki hægt að áfrýja. Ef dómnefndin er ekki sammála hefur forseti dómnefndarinnar ákvörðunarrétt.