Stofnað 19. október 2017
Petanque Reykjavík er með æfingar á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl.18:00 og laugardögum kl. 10:00.Allir velkomnir að mæta og taka þátt í æfingu. Yfirleitt auka kúlur á staðnum.
Úrdráttur úr Íslenskum reglum byggðar á reglum FIPJP sem tóku gildi í desember 2020
Grein 1 – samsetning liða
Petanque er íþrótt sem spilast þannig
Getur einnig verið:
Í þrímenningi hefur hver leikmaður 2 kúlur.
Í tvímenningi og einmenningi hefur hver leikmaður 3 kúlur.
Allar aðrar uppsetningar eru bannaðar.
Grein 6, byrjun á leik og reglur varðandi hringinn
Leikmenn verða að draga (með hlutkesti) til að ákveða hvaða lið á að velja braut, ef skipuleggjendur hafa ekki ákveðið brautina og hvort liðið á að kasta grísnum.
Ef brautin hefur verið ákveðin af skipuleggjendum, verður að kasta grísnum á þeirri braut. Viðkomandi lið mega ekki fara á aðra braut án heimildar dómara.
Leikmaður liðsins sem vinnur dráttin ákveður byrjunarreit og staðsetur hringinn eða teiknar hann í stærð sem fætur allra leikmanna rúmast innan. Samt sem áður má þvermál hringsins ekki vera minni en35 cm og ekki stærri en 50 cm.
Þar sem tilbúin hringur er notaður verður hann að vera stífur og hafa þvermál 50 cm (frávik plús/mínus 2 mm).
Samanbrjótanlegir hringir eru heimilaðir að því tilskildu að þeir séu samþykktir af FIPJP, sérstaklega hvað varðar stífleika.
Leikmenn eiga að nota hringi sem skipuleggjendur útvega.
Þeir verða líka að samþykkja stífan hring samkvæmt reglu eða FIPJP samþyktan hring sem hægt er að leggja sama sem eru lagðir til af andstæðingunum. Ef bæði lið eru með einn af þessum hringjum, mun það lið sem vann dráttin leggja fram sinn hring.
Hringinn verður að teikna eða leggja að minnsta kost einn metra frá einhverri hindrun og allavega 1,5 meter frá öðrum hring eða grís sem er í notkun.
Fjarlægja má alla möl/grjót innan úr hringnum á meðan kastað er en verður að setja aftur þegar umferðinni er lokið.
Fætur leikmanns verður að vera algjörlega innan hringsins og má ekki stíga á hringinn og fæturnir mega ekki fara útfyrir eða lyftast algjörlega af vellinum fyrr en kastaða kúlan hefur snert jörðina. Enginn hluti líkamans má koma við við völlinn utan hringsins. Leikmaður sem virðir ekki þessa reglu mun fá refsingu samkvæmt grein 35.
Undanþegnir eru, þeir sem eru fatlaðir í fótum, þeim er heimilt að hafa aðeins einn fót innan hringsins, hinn fóturinn má ekki vera fyrir framan hringinn.
Leikmenn sem kasta frá hjólastól, eitt hjól verður í það minnsta að vera innan hringsins (á sömu hlið og handleggurinn sem kastað er með).
Ef leikmaður tekur upp hringinn þegar kúlum er ókastað, hringurinn er settur á sinn stað en aðeins andstæðingunum er heimilt að kasta sínum kúlum.
Hringurinn er ekki talinn vera utan leyfilegra marka svæði.
Alltaf verður að merkja kasthringinn áður en grísnum er kastað.
Liðið sem á að kasta grísnum verða að fjarlægja kasthringi nálægt þeim sem verður notaður.
Grein 7, gild staðsetning kastaðs gríss
Þegar grís sem hefur verið kastað, gilda eftirfarandi reglur:
-6 metrar lágmark og 10 metrar hámark, fyrir unglinga og fullorðna
-Í keppni ætluð fyrir yngri leikmenn má fjarlægðin vera minni
Í næstu umferð er grísnum hent frá hring settur eða strikaður kringum punktinn þar sem hann endaði í síðustu umferð, nema í eftirfarandi tilfellum:
Varðandi fyrra málið, leikmaðurinn leggur eða teiknar hringinn í fjarlægð við hindrunina sem um ræðir samkvæmt reglunum.
Í seinna tilfellinu, má leikmaður fara aftur, í línu við þar sem fyrri umferð endaði, án þess að fara framúr hámarks fjarlægð heimmilaðan til að henda grísnum. Þetta má aðeins gera ef ekki er hægt að henda grísnum í hámarks fjarlægð í neina aðra átt.
Ef grísnum hefur ekki verið hent í samræmi við ofanskráðar reglur, mun andstæðingurinn setja grísinn á gildan stað á vellinum. Þau mega líka færa hringinn aftar, í samræmi við skilyrði sem eru útskýrð í þessum reglum, ef fyrsta staða hringsins leyfði ekki að grísnum væri hent í hámarks lengd.
Hvernig sem fer, liðið sem átti að henda út grísnum en missti réttinn verður að henda fyrstu kúlunni.
Liðið sem vann réttinn til að kasta grísnum hefur að hámarki eina mínútu til þess. Liðið sem vann réttinn til að leggja grísinn eftir að hinu liðinu mistókst að henda honum verður að gera það án tafar.
Grein 10, Tilfærsla fyrirstöðu (tálma)
Leikmönnum er stranglega bannað að þrýsta niður, færa til eða mylja hvaða fyrirstöðu sem er á leiksvæðinu. Þó hefur leikmaður sem á að kasta grísnum heimild til að prófa lendingarstaðinn með því að slá létt (banka) með einni kúlu í jörðina, þó ekki oftar en þrisvar. Ennfremur má liðsmaður sem á leik eða liðsfélagi hans fylla upp í holu sem myndast hefur eftir eina kúlu sem kastað hefur verið áður.
Sé ekki farið eftir þessari reglu, sérstaklega ef um er að ræða sópun framan við kúlu sem á að skjóta, sæta leikmenn refsingu eins og lýst er í 35. grein.
Grein 16, Að kasta fyrstu kúlu og þeim sem á eftir koma
Leikmaður, í liðinu sem vann hlutkestið eða skoraði stig síðast, kastar fyrstu kúlu í umferð. Í framhaldinu leikur liðið sem ekki fékk stig.
Leikmanni er óheimilt að nota nokkurn hlut eða merkja í jörð, til leiðbeiningar við að kasta kúlu eða merkja lendingarstað. Þegar síðastu kúlu er kastað er óheimilt að halda á kúlu í hinni hendinni.
Kúlum er kastað einni í senn.
Kast verður ekki endurtekið. Samt sem áður verður að endurtaka kast hafi kúlan verið stöðvuð eða hún, fyrir slysni, breytir um stefnu á leiðinni milli hringsins og gríssins, fyrir tilstilli kúlu eða gríss úr öðrum leik, dýrs eða hvers konar hluta á hreyfingu (fótbolta o.sfrv) og nánar er kveðið á um í þriðju málsgrein 8. greinar.
Áður en leikmaður kastar kúlu sinni verður hann að hreinsa hana af aur eða hvers konar jarðvegsleifum, að viðlagðri refsingu eins og kveðið er á um í 35. grein.
Fari fyrsta kúla sem leikið er út fyrir mörk, á andstæðingurinn leik fyrst, síðan er leikið til skiptis svo lengi sem engar kúlur eru á leiksvæðinu.
Séu engar kúlu eftir á afmarkaða svæðinu eftir, eiga ákvæði í 29. grein við, varðandi kúlur jafnlangt frá grísnum.
Grein 18, Kúlukast og kúlur sem fara útfyrir svæðið
Alls enginn má kasta kúlum sínum í tilraunaskyni á meðan á leik stendur, jafnvel ekki í átt frá brautinni sem spilað er á. Leikmenn sem virða ekki þessa reglu gætu sætt refsingum eins og kveðið er á um í 35. grein.
Kúlur sem berast útfyrir afmarkað svæði í umferð teljast gildar nema þar sem kveðið er á um annað í 19. grein.
Grein 19, Dauðar kúlur
Kúla dæmist dauð um leið og hún lendir á svæði utan marka. Kúla sem liggur þvert á markalínu gilds svæðis er löggild. Hún telst einungis dauð hafi hún alfarið farið út fyrir markalínu gilds svæðis, það er, þegar línan sést þegar litið er beint niður. Sama á við þegar leikið er á merktu leiksvæði og kúla þverar strax fleiri en eina braut til hliðar við brautina sem leikið er á og þegar hún fer yfir endamörk brautarinnar. Á merktri braut á tímatakmörkuðum leikjum, telst kúla dauð þegar hún fer alfarið yfir markalínu.
Berist kúla aftur inn á leiksvæðið, annað hvort vegna halla í landslagi eða hafi hrokkið frá tálma á hreyfingu eða kyrrstæðum, er hún strax fjarlægð úr leiknum og allt, sem hefur færst til eftir ferðina inná og útaf utan marka svæðisins, fært í fyrra horf, að því tilskyldu að þeir hlutir hafi verið merktir. Dauða kúlu skal undireins fjarlægja úr leiknum. Við fanrækslu telst hún gild um leið og mótherjar kasta annarri kúlu.
Grein 23, leikmaður kastar kúlu sem hann á ekki
Leikmaður sem hefur kastað kúlu sem hann á ekki fær aðvörun. Spilaða kúlan er samt sem áður gild en verður strax að skifta, mögulega eftir að mæling hefur átt sér stað.
Ef þetta kemur fyrir aftur í sama leik eru kúlur þess leikmanns ógildar og hvað sem þær færðu til er sett á sinn stað aftur. Hafi staðsetning þeirra verið merkt
Grein 26, mæla punkta
Mæling punkta er á ábyrgð þess leikmanns sem spilaði síðast eða eins af hans eða hennar liðsfélaga. Andstæðingarnir hafa alltaf rétt til að mæla eftir einn af þessum leikmönnum.
Mælingu verður að gera með viðeigandi áhöldum sem hvert lið verður að hafa.
Augljóslega er bannað að framkvæma mælingu með fótunum. Leikmenn sem ekki virða þessa reglu mun kalla yfir sig hegningu samkvæmt reglu 35.
Hver sem staða kúlnanna sem mæla á er og á hvaða stigi lokin megi vera má ráðfæra sig við dómarann og hans ákvörðun er endanleg. Þegar dómarinn er að mæla verða leikmenn að vera í minnst tveggja metra fjarlægð.
Það er ákvörðun skipulagsnefndar, sérstaklega þegar um sjónvarpsleiki er að ræða, má ákveða að aðeins dómara sé heimilt að mæla.